Ársskýrsla
Nýherja
2015

Fjárhagur 2015

Vöru- og þjónustusala
2015
13.332 m.kr.
[2014: 11.572 m.kr.]
EBITDA
2015
1.008 m.kr. (7,6%)
[2014: 872 m.kr. (7,1%)]
Heildarhagnaður
2015
328 m.kr.
[2014: 259 m.kr.]
Handbært fé í árslok
2015
809 m.kr.
[2014: 79 m.kr.]
Veltufjárhlutfall
2015
1,52
[2014: 1,27]
Eiginfjárhlutfall
2015
28,0%
[2014: 16,7%]
Ebitda borderless Tekjuvoxtur fra fyrra ari borderless Handbaert fe fra rekstri borderless Gengi hlutabrefa borderless

ÁVARP STJÓRNAR­FORMANNS
OG FORSTJÓRA

Avarp benediktBenedikt Jóhannesson
Avarp finnurFinnur Oddsson

Sterk staða til sóknar

Viðburðaríkt og skemmtilegt ár er að baki hjá Nýherjasamstæðunni. Reksturinn gekk vel og stigin voru mikilvæg skref til að efla mannauð, fjárhag og innviði félagsins. Nýherji er nú í sterkri stöðu til að takast á við þá spennandi tíma sem framundan eru.

Rekstrarbati og stöðugleiki

Reksturinn batnaði, tekjur jukust og hagnaður sömuleiðis. Tekjur jukust um 15% og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam einum milljarði, eða um 7,6% af veltu. Hagnaður eftir skatta var 328 milljónir, sem svarar til um 30% arðsemi á eigið fé, og telst 2015 því með betri rekstrarárum í sögu Nýherja. Öll dótturfélög Nýherja, Applicon á Íslandi, Applicon í Svíþjóð, TM Software og Tempo skiluðu jákvæðri rekstrarafkomu á árinu, annað árið í röð. Fjórði ársfjórðungur rekstrarársins var sá áttundi í röðinni sem samstæðan skilar jákvæðri afkomu sem er til marks um aukinn stöðugleika í rekstri samstæðunnar.

Avarp 1@2x

Skuldbinding við mikilvægustu hagsmunaaðila

Stjórnendur fylgdu áfram eftir stefnumótandi áætlun frá haustinu 2013, sem hafði það að markmiði að efla rekstur félagsins og styrkja eiginfjárstöðu þess. Því voru sett fram þau markmið að Nýherji:

Markmiðin endurspegla skuldbindingu okkar gagnvart mikilvægustu hagsmunaaðilum Nýherja, sem eru viðskiptavinir, starfsfólk og hluthafar. Þegar samstæðunni miðar í átt að þessum markmiðum er hagsmunum þeirra sem standa Nýherja næst vel gætt.

Bætt þjónusta við viðskiptavini

Undanfarin misseri höfum við lagt mikla áherslu á að bæta þjónustu við viðskiptavini, m.a. með því að skilgreina þjónustuloforð í starfsemi okkar og meta hvernig gengur að standa við þau. Ársmeðaltöl úr vikulegum þjónustumælingum, allt frá þjónustuborði til hugbúnaðarlausna, hafa aldrei verið hærri. Viðhorfsmælingar og vitnisburðir frá viðskiptavinum staðfesta svo að Nýherji er að bæta sig sem þjónustufyrirtæki og miðar vel í þeirri vegferð að teljast leiðandi í þeim hópi.

Þessi árangur er afrakstur af fjárfestingu í ferlum og gæðakerfum sem tengjast þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framúrskarandi þjónusta mun áfram liggja til grundvallar samkeppnisforskoti félagsins, en viðskiptavinir sem venjast því að Nýherji og dótturfélög sjái þeim fyrir hagkvæmum og áreiðanlegum lausnum hafa ekki ástæðu til að snúa sér annað.

Eftirsóknarverðari vinnustaður

Ríflega 500 manns vinna hjá Nýherjasamstæðunni og geta fyrirtækisins til að uppfylla væntingar viðskiptavina vex í réttu hlutfalli við þekkingu þessa ágæta hóps. Við höfum því lagt mikla á áherslu á að skapa starfsfólki vinnustað þar sem því líður vel; vinnustað sem uppfyllir kröfur um bæði aðbúnað og áhugaverð viðfangsefni og laðar að sem hæfast starfsfólk. Þetta er gert með fjárfestingu í aðbúnaði og með því að stuðla að tækifærum til þróunar og uppbyggingu þekkingar þannig að hún nýtist á sem bestan hátt, m.a. með aukinni áherslu á þjálfun, starfsþróun og með skipulagi, sem gerir sem flestum kleift að njóta sín í starfi.

Avarp

Afrakstur þessarar vinnu endurspeglast nú í úttektum á Nýherja sem vinnustað. Í árlegri könnun VR á fyrirmyndarfyrirtækjum í íslensku atvinnulífi hefur staða Nýherja og dótturfélaga ekki verið betri um langt skeið. Samkvæmt vinnustaðagreiningu Gallup fyrir Nýherjasamstæðuna hafa stórstígar framfarir átt sér stað á milli ára á öllum helstu áhrifaþáttum sem gera vinnustaði eftirsóknarverða; endurgjöf, hvatningu, tækifærum til starfsþróunar og viðhorfum til vinnustaðarins. Með öðrum orðum, er það mat starfsfólks að það sé eftirsóknarverðara að vinna hjá Nýherjasamstæðunni nú en áður, sem er afar mikilvægt í ljósi vægis mannauðs í starfsemi félags eins og okkar.

Aukið virði hluthafa

Markviss skref voru stigin í uppbyggingu Nýherja og dótturfélaga á árinu. Rekstur Tempo var aðskilinn frá TM Software ehf. og færður í sérstakt félag. Markmiðið var að styrkja uppbyggingu Tempo sem vörumerkis og auðvelda samstarf við utanaðkomandi aðila um að styðja við hraðan vöxt. Slíkt samstarf var kannað á haustmánuðum og leiddi í ljós áhuga fjárfesta á meirihlutakaupum í félaginu, sem stjórn taldi þá ekki tímabær. Þessar breytingar hafa einnig gert kleift að skerpa á áherslum í starfsemi TM Software, sem skilaði afkomu umfram væntingar á árinu. Hjá Applicon félögunum á Íslandi og í Svíþjóð hefur samstarf aukist, sérstaklega vegna áhugaverðra verkefna um bankalausnir í Svíþjóð og áfram hefur verið fjárfest í þekkingu og þróun hugbúnaðarlausna sem munu skapa tekjur til framtíðar.

Hjá Nýherja var áhersla lögð á að styrkja lausnaframboð, m.a. á sviði eigin hugbúnaðar með kaupum á öllum hlutum í Hópvinnukerfum ehf. og með samstarfi við Verne Global um hýsingu í fullkomnasta gagnaveri landsins. Mikil vinna hefur verið lögð í að uppfæra stjórnkerfi upplýsingaöryggis til samræmis við nýjan staðal, 2013 útgáfu af ISO 27001, og var niðurstaða nýlegs ytra mats á virkni stjórnkerfisins mjög jákvæð.

Fjármagnsskipan félagsins hefur svo batnað til muna og helgast það af þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi ágætri afkomu af starfsemi. Í öðru lagi voru vaxtaberandi skuldir samstæðunnar endurfjármagnaðar til 15 ára, sem hefur skilað sér í bættum kjörum og auknum sveigjanleika fjármögnunar. Í þriðja lagi náðist fram veruleg styrking eiginfjár með útgáfu á 40 milljónum hluta í Nýherja sem seldir voru í útboði til fagfjárfesta undir lok ársins.

Umbætur í rekstri og aukin miðlun upplýsinga um starfsemi mismunandi eininga hafa leitt til töluvert aukins áhuga fjárfesta á Nýherja. Markaðsvirði félagsins fór nærri því að þrefaldast á árinu og stendur nú í ríflega átta milljörðum króna. Hækkað verð á hlutabréfum er til vitnis um aukið traust á félaginu sem við erum afar þakklát fyrir.

Traustur grunnur til framtíðar

Þegar á heildina er litið náðist góður árangur í rekstri Nýherjasamstæðunnar á árinu 2015. Þessi árangur byggir fyrst og fremst á framúrskarandi hópi starfsfólks á Íslandi, í Svíþjóð og Kanada sem hefur lagt mikið undir og á þakkir skildar fyrir frábært starf. Árangurinn endurspeglar jafnframt aukið traust starfsfólks, viðskiptavina og fjárfesta til félagsins, sem er góður grunnur til áframhaldandi uppbyggingar. Við teljum því að félagið hafi sjaldan verið í eins sterkri stöðu til að fást við örar breytingar á sviði upplýsingatækni, allt frá nýrri tækni til breyttra viðskipta- og rekstrarlíkana.

Benedikt Jóhannesson, formaður

Finnur Oddsson, forstjóri

Skipurit

Skipurit borderless

STJÓRNENDUR

Finnur

Finnur Oddsson

Finnur Oddsson forstjóri Nýherja hf. Hann tók við starfi aðstoðarforstjóra Nýherja í nóvember 2012 og við starfi forstjóra í ágúst 2013.

Finnur starfaði um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D. gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE á Spáni.

Finnur starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði þar meðal annars uppbyggingu á MBA námi HR og Stjórnendaskóla HR. Áður hafði hann starfað sem stjórnunarráðgjafi hjá Aubrey Daniels International í Bandaríkjunum.

Drofn

Dröfn Guðmundsdóttir

Dröfn Guðmundsdóttir er mannauðsstjóri Nýherja, en hún hóf störf hjá félaginu í febrúar 2013.

Dröfn hefur mikla reynslu á vettvangi mannauðsmála. Hún starfaði sem fræðslustjóri hjá Leikskólum Reykjavíkur og síðan sem mannauðsráðgjafi á Menntasviði Reykjavíkurborgar eftir sameiningu leik- og grunnskólamála frá 2003-2007. Hún starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2007 til 2009, fræðslustjóri Arion banka frá 2009-2011 og sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 2012-2013.

Dröfn lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í sálfræði með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Giessen í Þýskalandi.

Emil

Emil G. Einarsson

Emil Einarsson er framkvæmdastjóri Viðskipta- og þjónustustjórnunar og leiðir jafnframt viðskiptaþróun fyrir Nýherja.

Emil starfaði frá 1985 til 1992 sem kerfisfræðingur, m.a. við innleiðingu og hönnun nýrrar gjaldkeralausnar fyrir banka/sparisjóði á Íslandi og síðan sem söluráðgjafi hjá IBM Íslandi fyrir miðlungsstórar og stærri móðurtölvur. Við stofnun Nýherja árið 1992 var hann söluráðgjafi og hópstjóri til 1995 en frá þeim tíma var hann framkvæmdastjóri við sölu á IBM tölvubúnaði eða fram til febrúar 2005. Hann var framkvæmdastjóri Sölusviðs frá 2005-2011 og framkvæmdastjóri Vörusviðs 2011-2014.

Gunnarz

Gunnar Zoëga

Gunnar Zoëga er framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu.

Gunnar hóf störf hjá TM Software árið 2003 og hefur síðan gegnt ýmsum störfum þar, hjá Skyggni og síðan hjá Nýherja, sem deildarstjóri Umsjár og framkvæmdastjóri Tæknisviðs.

Gunnar lauk B.S. prófi í viðskipta- og tölvunarfræði frá University of South Carolina og kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Gunnarp

Gunnar Már Petersen

Gunnar Petersen er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Nýherja hf. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, M.Sc. í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og löggiltur verðbréfamiðlari.

Gunnar var fjármálastjóri Iceland Express hf. 2011-2012 og fjármálastjóri Landic Property hf. frá 2006 til 2010. Áður hafði Gunnar starfað sem viðskiptastjóri og sérfræðingur hjá HSH Nordbank í Kaupmannahöfn, Verðbréfastofunni hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf.

Ingimar

Ingimar G. Bjarnason

Ingimar G. Bjarnason hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Applicon á Íslandi frá nóvember 2008. Ingimar hóf störf á hugbúnaðarsviði Nýherja hf. í febrúarmánuði 1998 og starfaði þar og síðan hjá Applicon ehf. fram til ágústmánaðar 2006. Þá tók Ingimar við sem framkvæmdastjóri Applicon Solutions Ltd. í Bretlandi.

Ingimar lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og síðan MBA prófi frá IESE Viðskiptaháskólanum í Barcelona 2003.

Agust

Ágúst Einarsson

Ágúst Einarsson er framkvæmdastjóri Tempo. Hann hefur starfað hjá TM Software frá árinu 2003 og veitti félaginu forystu frá ársbyrjun 2007. Hann var áður framkvæmdastjóri TrackWell Software, Skyggnis og SAP og IBM deildar Nýherja.

Ágúst er með M.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg og B.S. gráðu í vélaverkfræði frá sama háskóla.

Hakon

Hákon Sigurhansson

Hákon Sigurhansson er framkvæmdastjóri TM Software. Hann hefur starfað fyrir TM Software frá byrjun árs 2008, fyrst sem framkvæmdastjóri EMR heilbrigðislausna og síðar sem forstöðumaður Heilbrigðislausnasviðs TM Software. Áður starfaði Hákon meðal annars sem sjálfstæður ráðgjafi, stýrði sölu- og vörustjórnunarsviði og síðar þróunarsviði Trackwell Software og var yfirmaður upplýsingatæknimála dómsmálaráðuneytisins.

Hann er með MBA-próf frá ESCP viðskiptaháskólanum í París og MSc-gráðu í rafeindaverkfræði frá Háskólanum í Álaborg.

Thorvaldur

Þorvaldur Þorláksson

Þorvaldur Þorláksson er framkvæmdastjóri Heildsölu og dreifingar hjá Nýherja. Þorvaldur var áður deildarstjóri Lausna og þjónustu hjá Nýherja. Hann hefur fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi, leiddi meðal annars uppbyggingu og rekstur nýsköpunarhúss O2 fyrir Viðskiptaráð Íslands. Þá var hann framkvæmdastjóri SMI Iceland ehf. (Smáratorg) 2007-2009, framkvæmdastjóri Bónusvídeós ehf. 2003-2007 og markaðsstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Smáralindar á árunum 2000-2003.

Þorvaldur er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst.

Tomas

Tomas Wikström

Tomas Wikström hefur verið framkvæmdastjóri Applicon í Svíþjóð frá árinu 2012. Hann gekk til liðs við Applicon árið 2000 og hefur gengt ýmsum störfum hjá félaginu á liðnum árum, þar á meðal verið fjármálastjóri þess. Tomas hefur reynslu sem forritari og hefur einnig starfað við verkefnastýringu í fjármálageiranum.

Tomas er með M.Sc. gráðu í eðlisverkfræði frá háskólanum í Uppsölum.

Nýherji

ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Í UPPLÝSINGATÆKNI

Nýherji hf. er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Markmið starfsfólks Nýherja er að veita framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu til viðskiptavina.

Góð afkoma var af rekstri móðurfélags Nýherja á árinu 2015. Tekjur námu 9.332 m.kr. og jukust um 12% frá fyrra ári. Aukin eftirspurn var eftir ráðgjöf og þjónustu sérfræðinga Nýherja sem endurspeglast í aukinni sölu samninga um rekstrarþjónustu og hugbúnaðarlausnir. Á sama tíma gekk vel að viðhalda háu þjónustustigi, sem samkvæmt mælingum hefur aldrei verið hærra. Sala á hljóð- og myndlausnum jókst mikið og tölvubúnaður frá Lenovo seldist mjög vel á árinu. Auk þess var töluverður vöxtur í sölu á vélbúnaði og hugbúnaðarlausnum, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Samstarf um lausnaþróun innan samstæðunnar gekk vel, t.a.m. í þróun og sölu á hraðbankalausnum.

„Aukin sala í öllu lausnarframboði, betri nýting og mikil eftirspurn eftir ráðgjöf og þjónustu. Áhersla á fagleg vinnubrögð, framúrskarandi þjónustu og afkomu.“
Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri lausna og þjónustu hjá Nýherja.

Áhersla á ráðgjöf og þjónustu

Nýherji hefur afar sterka stöðu hvað varðar ráðgjöf og þjónustu á vélbúnaði fyrir upplýsingatæknikerfi fyrirtækja. Ráðgjafar Nýherja hafa mikla reynslu og djúpa þekkingu á þessu sviði auk þess sem fyrirtækið býr yfir áralöngu og traustu sambandi við birgja eins og IBM, Lenovo og fleiri. Framboð Nýherja á miðlægum vélbúnaði samanstendur af Lenovo BladeCenter, Lenovo System x-netþjónum, IBM Power Systems, IBM System z-stórtölvum, IBM System Storage, varaaflgjöfum, ásamt kælibúnaði og rekkum frá APC.

Samstarfsaðili ársins í kerfislausnum hjá IBM í Danmörku

Nýherji var á árinu valinn samstarfsaðili ársins í kerfislausnum hjá IBM í Danmörku. Félagið hlaut nafnbótina fyrir góðan árangur í sölu og innleiðingu á IBM netþjónum og geymslulausnum á árinu 2014, en valið stóð á milli allra samstarfsaðila IBM í Danmörku. Fyrirtækin hafa átt farsælt samstarf í áratugi þar sem IBM hefur miðlað þekkingu til sérfræðinga Nýherja auk nýjustu lausna í upplýsingatækni.

Nyherji tekjur

Áfram aukning í PC sölu

Sala á Lenovo tölvubúnaði til fyrirtækja og einstaklinga var yfir áætlunum á árinu, líkt og undanfarin ár. Eftirspurn eftir PC búnaði frá Lenovo tvöfaldaðist miðað við árið á undan. Þá hóf Nýherji sölu á Lenovo x86 netþjónum með góðum árangri í kjölfar þess að Lenovo tók yfir framleiðslu á x86 netþjónum IBM. Ein meginástæðan fyrir vænlegum árangri í sölu á Lenovo lausnum má rekja til reynslu og sérþekkingar starfsfólks og skipulags sem styður við sölu og ráðgjöf til viðskiptavina.

Mikil gerjun á sér stað hjá PC framleiðendum í þróun snjalltækja en þau verða sífellt fjölbreyttari. Sem dæmi má nefna gífurlegan vöxt í notkun á klæðanlegum tækjum. Helstu tölvuframleiðendur sjá fyrir sér skýra tengingu á milli tölvu og snjalltækja í framtíðinni. Lenovo, sem er stærsti PC framleiðandi í heimi, styrkti stöðu sína á snjalltækjamarkaðnum með kaupum á Motorola símaframleiðandanum en Nýherji hóf sölu á búnaði undir merkjum Motorola á árinu.

Nyherji1

Nýherji og Verne Global í samstarf

Nýherji, sem hefur undanfarin ár byggt upp eitt fullkomnasta UT þjónustukerfi landsins, ákvað síðla árs að flytja hýsingarsal sinn í gagnaver Verne Global í Reykjanesbæ. Markmiðið með flutningunum er að tryggja viðskiptavinum aðgang að fullkomasta gagnaveri landsins í aðstöðu sem jafnast á við það sem best gerist á heimsvísu. Breytingin hefur þau áhrif að öryggi og áreiðanleiki til viðskiptavina í þjónustu Nýherja eykst enn frekar.

Ákvörðunin um að útvista þessum mikilvæga hluta af starfsemi Nýherja er í takt við þá stefnu sem við höfum fylgt síðustu ár að leysa ýmis verkefni á sviði upplýsingatækni í samstarfi við öfluga samstarfsaðila. Nýherji og Verne Global hyggjast ennfremur vinna saman að áframhaldandi uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi. Í sameiningu geta Nýherji og Verne boðið markaðsleiðandi lausn og framúrskarandi þjónustu.

Framboð á eigin hugbúnaðarlausnum eflt

Síðastliðið sumar var gengið frá kaupum á öllum hlutum í Hópvinnukerfum ehf., FOCAL Software, en Nýherji átti fyrir 42% hlut í félaginu. Markmið Nýherja með kaupunum er að efla framboð á eigin hugbúnaðarlausnum og styrkja enn frekar stöðu félagsins sem alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Allir starfsmenn Hópvinnukerfa hófu störf hjá Nýherja. Hópvinnukerfi, sem var stofnað árið 1995, sérhæfði sig í gæða- og skjalastjórnunarlausnum, sem eru í notkun hjá fjölda fyrirtækja og stofnana. Hjá Hópvinnukerfum var einnig mikil þekking á IBM hugbúnaðarlausnum, Microsoft Sharepoint og námskeiðahaldi.

Öryggisferlar sem styðja við framúrskarandi þjónustustig

Nýherji styðst við ITIL þjónustuferla (Information Technology Infrastructure Library) til að tryggja framúrskarandi þjónustustig í upplýsingatækni. Öryggi í rekstri kerfa hefur verið staðfest af The British Standards Institution á Englandi (BSI-UK) með vottun á stjórnkerfi upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO 27001. Vottunin nær yfir alla starfsemi og kerfisrými Nýherja.

Nyherji2

Horfur í rekstri Nýherja á fyrsta ársfjórðungi 2016 eru ágætar.

Hjá móðurfélaginu Nýherja starfa 250 manns en hjá samstæðunni um 470. Dótturfélög Nýherja eru TM Software, Tempo og Applicon, á Íslandi og í Svíþjóð. Finnur Oddsson er forstjóri Nýherja.

Applicon félögin

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar sem leggur áherslu á atvinnugreinar sem byggja á lausnum frá SAP, Calypso og Advent, ásamt eigin hugbúnaði.

Applicon félögin eru tvö; Applicon á Íslandi og Applicon í Svíþjóð. Þau leggja mikla áherslu á samstarf sín á milli í þróun, sölu og þjónustu lausna fyrir norrænan markað auk þess að starfa náið með öðrum félögum innan samstæðunnar.

Applicon á Íslandi

Applicon ehf. sérhæfir sig í ráðgjöf, þjónustu og þróun lausna á sviði viðskiptahugbúnaðar og viðskiptagreindar. Félagið býður lausnir frá SAP en leggur einnig rækt við gerð alhliða viðskiptalausna og kerfisveituþjónustu með Vigor hugbúnaði.

Applicon@2x

Á árinu var mikil áhersla lögð á þróun og markaðssetningu á sviði SAP lausna og Kjarna, sem er heildstætt mannauðs- og launakerfi og samanstendur af fjölda öflugra kerfishluta sem eru fullkomlega samtvinnaðir í öfluga skýlausn.

„Horfur í rekstri Applicon eru góðar, innanlands í sölu á Kjarna og áframhaldandi sérfræðiráðgjöf fyrir núverandi viðskiptavini, og erlendis, í samstarfi við Applicon í Svíþjóð.“
Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi.

Góður árangur náðist strax í sölu á Kjarna, sem var meðal annars tekin í notkun hjá Grindavík, ÁTVR, ISAVIA, Norðuráli og Eflu. Þá staðfestu Greyline, Sorpa, Vífilfell og Attentus kaup á kerfinu. Ágætur árangur náðist einnig í sölu og innleiðingu á SAP HANA, framtíðar tæknigrunni fyrir viðskiptahugbúnað og viðskiptagreind sem bæði hraðar og einfaldar kerfisvinnslu hjá viðskiptavinum.

Á árinu var unnið að áhugaverðum tækifærum á sviði bankalausna, bæði á Íslandi og með Applicon í Svíþjóð.

Tekjur Applicon á árinu voru 1.084 m.kr., sem er 9% vöxtur frá fyrra ári.

Horfur í rekstri Applicon eru góðar, innanlands í sölu á Kjarna og áframhaldandi sérfræðiráðgjöf fyrir núverandi viðskiptavini, og erlendis, í samstarfi við Applicon í Svíþjóð.

Hjá Applicon á Íslandi eru 50 starfsmenn. Ingimar Bjarnason er framkvæmdastjóri félagsins.

Applicon í Svíþjóð

Applicon í Svíþjóð sérhæfir sig í ráðgjöf og þjónustu við fjármálafyrirtæki í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum.

Tekjur Applicon í Svíþjóð voru 1.124 m.kr. og var vöxtur á milli ára 17%.

Aukin eftirspurn var eftir ráðgjöf sérfræðinga Applicon og nýir ráðnir til að anna vexti. Töluverður áhugi er á hugbúnaðarlausnum Applicon sem þróaðar hafa verið í tengslum við innleiðingu á SAP kjarnabankakerfum, SAP HANA, og eftirspurn eftir reynslu Applicon við innleiðingu slíkra kerfa. Góð nýting var á tíma ráðgjafa og horfur eru á að svo verði áfram, með auknum verkefnum tengdum núverandi og nýjum viðskiptavinum, sérstaklega vegna bankalausna.

„Góð nýting var á tíma ráðgjafa og horfur eru til að svo verði áfram, með auknum verkefnum tengdum núverandi og nýjum viðskiptavinum, sérstaklega vegna bankalausna.“
Tomas Wikström, framkvæmdastjóri Applicon í Svíþjóð.

Auk samstarfs við hugbúnaðarisana CGI og SAP um uppsetningu bankalausna sem skýþjónustu hefur Applicon meðal annars starfað að undirbúningi við uppsetningu bankakerfis fyrir nýstofnaðan banka.

Verkefnastaða er góð í öllum ráðgjafareiningum fyrirtækisins. Eins eru ágætar horfur með sölu á SAP leyfum og eigin hugbúnaðarvörum Applicon.

30 manns starfa hjá Applicon í Svíþjóð. Tomas Wikström er framkvæmdastjóri félagsins.

Applicon islandi tekjur
Applicon svithjod tekjur

TM Software

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software sérhæfir sig í framleiðslu á eigin hugbúnaðarvörum og sérlausnum ásamt því að veita þjónustu og ráðgjöf sem þeim tengjast.

Félagið þróar lausnir á þremur meginsviðum; heilbrigðislausnir, ferðalausnir og þjónustusíður og sérlausnir. TM Software hefur mikla sérþekkingu og margra ára reynslu á þessum sérsviðum.

Tempo, sem annaðist þróun á hugbúnaði fyrir verkefnaumsjón og tímaskráningar innan TM Software, varð að sérstöku fyrirtæki í upphafi ársins 2015.

Tm
Tm tekjur

Tekjur félagsins árið 2015 voru 973 m.kr. og hækkuðu um 5% frá árinu 2014.

TM Software vann meðal annars að þróun sérlausna og verkefna með Icelandair, VÍS, Tryggingastofnun, Embætti landlæknis og mörgum öðrum af öflugustu fyrirtækjum og stofnunum landsins á árinu.

Á árinu var mikil þróun í eigin lausnum, sérstaklega í Sögu sjúkraskrá, Öskju skýrslu og tölfræðilausn og Veru heilsuvef sem var í byrjun árs valinn besti íslenski vefurinn af Samtökum vefiðnaðarins.

„Afkoma ársins 2015 var góð og yfir væntingum stjórnenda. Horfur í rekstri TM Software eru góðar, m.a. vegna mikils vaxtar í þeim atvinnugreinum sem félagið er sérhæft í að þjóna.“
Hákon Sigurhansson, framkvæmdastjóri TM Software.

Lausnir TM Software voru notaðar í flestum stórum áheitaverkefnum á árinu eins og Mottumars, Reykjavíkurmaraþoni og Bleiku slaufunni.

Unnið var í stefnumótun og nýrri framtíðarsýn fyrir TM Software sem gerir ráð fyrir aukinni nýsköpun og vöruþróun á kjarnasviðum félagsins.

Horfur í rekstri TM Software á árinu 2016 eru góðar.

Hjá TM Software starfa 70 manns. Hákon Sigurhansson er framkvæmdastjóri félagsins.

Tempo

Hugbúnaðarfyrirtækið Tempo þróar tímaskráningar- og verkefnastjórnunarlausnir fyrir JIRA kerfið frá Atlassian.

Tempo@2x

Viðskiptavinir Tempo eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja með yfir 10.000 fyrirtækjaleyfi. Yfir 7.000 fyrirtæki um allan heim nota hugbúnaðarlausnir Tempo þar á meðal stórfyrirtæki á borð við Disney, PayPal, Amazon, AT&T, Hulu, BMW, Dell og Toshiba. Félagið vinnur náið með 100 Atlassian samstarfsfélögum um allan heim í tengslum við sölu, þjálfun og ráðgjöf á Tempo hugbúnaðinum.

„Met var sett í sölu til nýrra viðskiptavina á árinu og endursölu- og samstarfsaðilar koma í auknum mæli að sölustarfi. Tempo var á fjórða ársfjórðungi með þrjár vörur á meðal þeirra 15 vinsælustu á Atlassian markaðstorginu fyrir JIRA og auk þess tvær af fimm vinsælustu skýlausnunum.“
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Tempo.

Tempo skilið frá TM Software

Tempo tók til starfa sem sjálfstætt fyrirtæki í upphafi árs en var áður hluti af TM Software. Markmiðið með aðskilnaði Tempo frá TM Software var að auka sýnileika og styrkja uppbyggingu Tempo sem vörumerkis á erlendum vettvangi. Þá var horft til þess að auka aðkomu utanaðkomandi aðila til að styðja við hraðan vöxt, m.a. með tengslamyndun og fjármögnun á vöruþróun og markaðsstarfi. Eftir breytinguna urðu til tvö afar öflug félög innan Nýherjasamstæðunnar á sviði hugbúnaðarþróunar, með skýrt afmarkaðar áherslur, vörur og markaðssvæði.

Tempo tekjur

Mikill vöxtur allt árið

Tekjur Tempo af sölu verkefnaumsjónar- og tímaskráningarlausna jukust jafnt og þétt yfir árið, hvort sem miðað er við fjórðunginn eða árið í heild. Tekjur námu 1.218 m.kr. á árinu 2015, sem er 65% aukning miðað við fyrra ár. Desember var tekjuhæsti mánuður í sögu félagsins til þessa. Met var sett í sölu til nýrra viðskiptavina á árinu og samstarfs- og endursöluaðilar koma í auknum mæli að sölustarfi.

Félagið sendi frá sér nýjar útgáfur af öllum vörum fyrirtækisins á árinu, en þær eru Tempo Timesheets, Tempo Planner, Tempo Books og Tempo Folio. Í nóvember gaf Tempo út nýtt tímaskráningarapp sem er framlenging á Tempo Timesheets lausninni og gerir það notendum kleift að skrá og fylgjast með vinnustundum sínum hvar og hvenær sem er.

Á fjórða ársfjórðungi var Tempo með þrjár vörur á meðal þeirra 15 vinsælustu á Atlassian markaðstorginu fyrir JIRA og auk þess tvær af fimm vinsælustu skýlausnunum. Unnið er að því að styrkja þróunarstarf í starfsstöð Tempo í Montreal þar sem hagfelldar aðstæður eru fyrir rekstur nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Gert er ráð fyrir áframhaldandi tekjuvexti og fjölgun starfsfólks.

Verðlaun fyrir mest seldu skýjalausnina og bestu markaðsherferðina

Tempo vann til tvennra verðlauna á Atlassian Summit ráðstefnunni sem fór fram í San Francisco. Verðlaunin voru fyrir mest seldu skýlausnina á árinu og bestu markaðsherferðina en hún var reyndar aprílgabb. Markaðsherferðarverðlaunin hlaut Tempo fyrir auglýsingar sínar á Tempo Vision viðbótinni, þrívíddargleraugum sem gera notendum kleift að umbreyta daglegu vinnuumhverfi með heilmyndum. Eins og fyrr segir var um aprílgabb að ræða og það voru margir sem hlupu apríl við þessa nýstárlegu vörukynningu.

Hluti af Pledge 1%, fyrirtækja- og mannúðarátaki

Á sömu ráðstefnu tilkynnti Tempo einnig um þátttöku sína í Pledge 1%, fyrirtækja- og mannúðarátaki sem var stofnað af forstjórum og stofnendum Atlassian, Salesforce og Rally. Hreyfingin hvetur fyrirtæki til að gefa af sér, til dæmis með því að gefa 1 prósent af vörutekjum, 1 prósent af eigin fé og/eða 1 prósent af starfsmannatíma til góðgerðarmála. Nú þegar hafa um 500 frumkvöðlar og fyrirtæki um heim allan gengið til liðs við átakið. Á árinu gaf Tempo um 3 milljónir króna til góðgerðarsamtakanna Room to Read sem einblínir á aukið læsi og jafnrétti kynjanna í menntun í þróunarlöndunum. Framlagið er reiknað af ágóða af sölu byrjendaleyfa Tempo ár hvert og hefur Tempo gefið um 8 milljónir til þessa.

Horfið frá sölu á 25% hlut

Stjórn Nýherja, móðurfélagsins, ákvað að kanna áhuga fjárfesta á 25% hlut í Tempo á árinu. Niðurstaða þeirrar könnunar leiddi í ljós að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo. Slík sala var þó ekki það sem lagt var upp með og stjórn Nýherja ákvað því að fresta sölu á hlutum í félaginu. Stjórnin mun í náinni framtíð meta hvort álitlegt geti talist að endurskoða ákvörðun um sölu og selda hlutdeild.

Horfur í rekstri Tempo á næsta ári eru góðar og er gert ráð fyrir áframhaldandi tekjuvexti og ágætri afkomu.

Hjá Tempo starfa meira en 70 manns, langflestir á Íslandi. Starfsstöðvar félagsins eru á Íslandi og í Kanada. Ágúst Einarsson er framkvæmdastjóri Tempo.

Tempo info 1
Tempo info 2

Mannauður

Starfsfólk Nýherja og dótturfélaga skipar höfuðsess í velgengni fyrirtækjanna en starfsmannastefnan er grundvölluð á þeirri meginstefnu að starfsmenn njóti ánægju og velferðar í störfum sínum. Hjá samstæðunni starfar fjölbreyttur hópur af hæfu, áreiðanlegu og traustu fólki, sem sýnir frumkvæði í starfi, veitir góða þjónustu og tekur virkan þátt í framþróun samstæðunnar í síbreytilegu umhverfi.

Þekking starfsmanna ásamt góðum starfsanda og starfsánægju skipa höfuðsess hjá samstæðunni. Þar að auki er lögð áhersla á að starfsmenn fái tækifæri til að þroskast og þróast í starfi. Starfsfólkið og velferð þess er lykilatriði í því að samstæðan dafni og þroskist, öllum til hagsbóta.

Mannaudur info 1 borderless Mannaudur info 2 borderless

Stöðugildi og kynjahlutfall

Meðaltalsstöðugildi hjá samstæðunni, þ.e. fjöldi fastráðinna starfsmanna á árinu, voru 437 á Íslandi og 45 í Svíþjóð.

Í upphafi árs var fjöldi stöðugilda á Íslandi 417 en í lok árs voru stöðugildin 447. Stöðugildum fjölgaði því um 30 á árinu ef litið er til samstæðunnar. Hjá Tempo var fjölgunin mest þar sem við bættust 17 stöðugildi á árinu. Hjá Nýherja fjölgaði stöðugildum um 8 á árinu og um 4 hjá Applicon og eitt stöðugildi bættist við hjá TM Software. Stöðugildi hjá Applicon í Svíþjóð héldust nokkuð óbreytt milli ára.

Kynjahlutfall í samstæðunni er þannig að 24% starfsmanna eru konur og 76% karlar. Konum hefur fjölgað um 2% milli ára hjá félögum samstæðunnar á Íslandi, en hefur aðeins fækkað milli ára hjá Applicon í Svíþjóð (úr 33% starfsmanna í 30%). Það hefur loðað við upplýsingatæknigeirann að karlar séu í meirihluta, en samstæðan hefur einsett sér með skýrri stefnu og framkvæmdaáætlun jafnréttismála að vinna áfram að því langtímamarkmiði að fjölga konum innan sinna raða.

Þekking og hæfni

Uppbygging þekkingar er sameiginlegt hagsmunamál bæði starfsfólks og samstæðunnar. Samstæðan leggur áherslu á að starfsfólk hafi tækifæri til að efla faglega og persónulega hæfni.

Á árinu var unnið að umfangsmikilli þarfagreiningu fræðslumála hjá Nýherja, með það að markmiði að geta mætt fræðsluþörfum starfsfólks enn frekar en fram til þessa. Einnig var sett fram fræðslustefna sem styður við áherslur félaganna. Aðsókn að fræðslu var talsverð meðal starfsmanna og fóru um 70% þeirra á starfstengdar kynningar. Um 60% starfsmanna sóttu námskeið eða ráðstefnur, um 40% tóku þátt í umbótavinnu og um 12% voru í formlegu námi með starfi.

Mannaudur@2x

Hreyfing og heilsa

Starfsmenn Nýherjasamstæðunnar voru duglegir þegar kom að hreyfingu, vistvænum samgöngum og keppnum sem tengjast hreyfingu eins og undanfarin ár. Hjólreiðamönnum fjölgar ár frá ári í samstæðunni og var á árinu settur á laggirnar hjólaklúbburinn Hjólný. Fjöldi starfsmanna tók sem fyrr þátt í Hjólað í vinnuna og Nýherji átti 10 manna lið í WOW Cyclothon keppninni líkt og árið á undan og náði liðið glæsilegum árangri.

Mannaudur info 3 borderless Mannaudur info 4 borderless

Nýherjasamstæðan styrkir starfsmenn sína líka til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu og tóku um 75 starfsmenn þátt í hlaupinu í ár, hlupu samtals um 1.040 km og söfnuðu ríflega 520 þús. kr. til góðgerðarmála. Samstæðan lagði til 500 kr. fyrir hvern km sem fólk hljóp.

Einnig tók fjöldi starfsmanna þátt í skemmtilegasta hlaupi ársins, The Color Run, en Nýherji var meðal styrktaraðila keppninnar.

Félagslíf

Hjá samstæðunni starfar hópur skemmtilegs fólks sem tekur virkan þátt í fjölmörgum viðburðum sem boðið er upp á. Bæði eru starfsmannafélögin og klúbbarnir innan samstæðunnar mjög virkir auk þess sem fyrirtækið stendur reglulega fyrir viðburðum. Meðal starfsmannaviðburða á árinu má nefna vel heppnaða árshátíð, vorferðir, golfmót, fjölskyldudag, haustfagnað, jólahlaðborð og fleira.

Á árinu var hafist handa við framkvæmdir í kjallaranum í Borgartúni sem miða að því að bæta aðstöðu til funda, samveru og félagslífs. Áfram er því unnið að því markmiði að skapa aðstöðu sem styður við samfélag starfsmanna og bætist þessi aðstaða við kaffihúsið okkar sem vissulega hefur sannað gildi sitt.

Eftirsóknarverðari vinnustaður

Í lok árs var vinnustaðagreining framkvæmd hjá öllum félögum samstæðunnar líkt og á fyrra ári. Um 90% starfsmanna tóku þátt í könnuninni, en markmiðið er að greina hvað vel er gert og hvað má betur fara í starfsumhverfi innan samstæðunnar. Niðurstöður könnunarinnar voru virkilega ánægjulegar, þar sem öll félög samstæðunnar hækkuðu á öllum lykilmælikvörðum milli ára. Langtímamarkmið okkar er að vera einn eftirsóknarverðasti vinnustaður í upplýsingatækni á Íslandi og sýndu niðurstöður könnunarinnar 2015 að við stefnum í rétta átt.

NÝHERJI Í SAMFÉLAGINU


Samfélagsstefna Nýherja byggir á tengslum við ungt fólk, menntun og nýsköpun, sem hafa verið grunnþættir í þeim verkefnum sem félagið hefur styrkt um nokkurt skeið.

Samfélagsstefna Nýherja byggir áfram á þessum áherslum en þær eru nánar útfærðar í eftirfarandi fjórum meginstoðum:

Góðir stjórnarhættir

Stjórnarhættir

Stjórn Nýherja hf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út.

Stjórnun

Gildi og stefnumið

Einkunnarorð Nýherjasamstæðunnar eru: samsterk, fagdjörf og þjónustuframsýn. Þessi nýyrði draga dám af nafni félagsins, Nýherji, og vísa til þeirra vinnubragða, sem eru hverju framsæknu þjónustufyrirtæki mikilvæg, og felast í samstarfi, fagmennsku, dirfsku og frumkvæði.

Leiðarljós í starfi félagsins eru þau að Nýherji:

Mannauður

Hæfasta starfsfólk í hverri stöðu

Nýherji leggur ríka áherslu á að ráða hæfasta starfsfólk sem völ er á. Mikil samkeppni er um starfsfólk í UT og leggur Nýherji mikið upp úr faglegum vinnubrögðum við ráðningar og að starfsfólki bjóðist aðlaðandi vinnuumhverfi og samkeppnishæf kjör.

Samfelagid@2x

Sérstaða með þekkingu starfsfólks

Nýherji kappkostar að hjá fyrirtækinu starfi ætíð hæft og vel þjálfað starfsfólk og er miklum fjármunum varið til uppbyggingar á þekkingu og færni starfsmanna. Þekking starfsmanna og færni ræður miklu um stöðu gagnvart viðskiptavinum, birgjum og öðrum samstarfsaðilum og hefur Nýherji lagt áherslu á að skapa sér sérstöðu með þekkingu starfsmanna.

Jafnrétti í fyrirrúmi

Það er markmið Nýherja að stuðla að jöfnum tækifærum, m.a. óháð kyni, aldri eða kynþætti. Með virkri jafnréttisstefnu og áætlun er stuðlað að því að félagið nýti hæfileika og færni starfsfólks á sem skilvirkastan hátt, félaginu og starfsfólki til heilla.

Leiðbeinandi siðareglur

Starfsfólk Nýherja hefur sett sér siðareglur, sem vísa til væntinga um vinnulag gagnvart viðskiptavinum, samstarfsfólki, eigendum, samkeppnisaðilum og samfélagi.

Umhverfi

Nýherji stendur fyrir virku félagsstarfi, m.a. með sameiginlegu starfsmannafélagi Nýherjasamstæðunnar (STAFN) og starfsmannafélögum fyrirtækja samstæðunnar.

Styrkir við góð málefni

Það er stefna Nýherja að efla tengsl tæknigreina á mismunandi skólastigum við atvinnulífið, ýta undir nýsköpun í tæknigreinum, hvetja nemendur til að hefja nám í slíkum greinum, efla stoðir slíks náms og tryggja nægilegt framboð framúrskarandi tæknimenntaðs starfsfólks á komandi árum.

Nýherji styrkir því verkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum. Meðal verkefna sem styrkt hafa verið eru:

Nánar um samfélagsstefnu Nýherja

Stjórn og stjórnar­hættir

Stjórn Nýherja fjallar reglubundið um stjórnarhætti og heldur árlega sérstakan fund um störf stjórnar og stjórnarhætti. Stjórnin telur mikilvægt að stjórnarhættir séu stöðugt endurmetnir, til að mæta breyttum lögum og reglum og þróun á sviði stjórnunar og stjórnarhátta.

Stjórnarhættir

Stjórn Nýherja hf. leitast við að viðhalda stjórnarháttum og fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út í mars 2012. Stjórnin hefur sett sér ítarlegar starfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Í þeim er meðal annars að finna reglur um fundarsköp, fundargerðir stjórnar, ítarlegar reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku við afgreiðslu mála og reglur um þagnarskyldu. Þar eru einnig reglur um upplýsingagjöf forstjóra gagnvart stjórn og ákvörðunarvald stjórnar, en undirritun meirihluta stjórnarmanna skuldbindur félagið.

Núgildandi starfsreglur stjórnar voru samþykktar á stjórnarfundi 26. ágúst 2015 og eru þær aðgengilegar á vef félagsins, www.nyherji.is.

Stjórn hefur skipað endurskoðunarnefnd og eru reglur nefndarinnar aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Í endurskoðunarnefnd eiga nú sæti stjórnarformaður, meðstjórnandi og utanaðkomandi löggiltur endurskoðandi. Meginhlutverk og ábyrgð nefndarinnar er að hafa eftirlit með vinnuferlum við gerð reikningsskila, fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits félagsins, innri endurskoðun og ef við á áhættustýringu og öðrum eftirlitsaðgerðum. Auk þess leggur nefndin fram tillögur til stjórnar um val á endurskoðanda félagsins auk þess að meta óhæði endurskoðanda og hafa eftirlit með störfum hans. Stjórn hefur jafnframt skipað starfskjaranefnd og tækninefnd sem eru stjórn og stjórnendum til ráðgjafar um starfskjarastefnu og mál er tengjast launastefnu og tæknilegu umhverfi Nýherja. Regluvörður, skipaður af stjórn, hefur umsjón með að reglum um innherjaupplýsingar og viðskipti innherja sé fylgt. Stjórn hefur ekki talið þörf á að skipa tilnefningarnefnd.

Á árinu 2015 voru haldnir 17 stjórnarfundir og 8 fundir í endurskoðunarnefnd, auk funda í starfskjaranefnda og tækninefnd. Meirihluti stjórnar og nefnda hefur mætt á alla fundi. Endurskoðunarnefnd boðar endurskoðendur félagsins á fundi þegar tilefni er til, auk þess sem þeir mæta á stjórnarfundi vegna ársuppgjörs.

Stjórn Nýherja hf.

Samkvæmt samþykktum félagsins fer stjórn Nýherja hf. með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórnin ákveður stefnu Nýherjasamstæðunnar og fylgir eftir meginverkefnum í starfsemi samstæðunnar. Fyrir stjórn er lögð rekstrar- og fjárfestingaáætlun til staðfestingar og fylgist stjórnin reglubundið með framvindu þeirra áætlana innan ársins. Stjórn ákveður skipulag og fylgir því eftir að starfsemi félagsins fari fram í samræmi við samþykktir hennar. Stjórnin skal tryggja að nægilegt eftirlit sé með meðferð fjármuna félagsins og að góð regla sé á bókhaldi og uppgjöri.

Stjornbw
Aftari röð frá vinstri: Loftur Bjarni Gíslason, Ágúst Sindri Karlsson, Benedikt Jóhannesson og Guðmundur Jóh. Jónsson.
Fremri röð frá vinstri: Hildur Dungal, Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, og Marta Kristín Lárusdóttir.

Í stjórn Nýherja sitja fimm menn og einn til vara og er stjórnin kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Samkvæmt samþykktum skulu þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins tilkynna það skriflega til stjórnar að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar og eru þeir einir kjörgengir, sem þannig hafa gefið kost á sér. Formaður kveður stjórn til fundar og stýrir stjórnarfundum. Fundi skal halda hvenær sem formaður telur þess þörf, en að auki er honum skylt að boða stjórnarfund að kröfu eins stjórnarmanns eða forstjóra. Stjórnarfundir eru því aðeins lögmætir að mættir séu þrír stjórnarmenn eða fleiri.

Hlutverk forstjóra

Stjórn Nýherja hf. ræður forstjóra félagsins og ákveður starfskjör hans. Forstjóri er ábyrgur fyrir daglegri starfsemi félagsins í samræmi við samþykktir þess, stefnu og ákvörðun stjórnar. Forstjóri skal vinna að stefnumótun og framþróun félagsins ásamt því að skipuleggja og fylgja eftir daglegum rekstri þess. Þá er hlutverk forstjóra að tryggja að starfsemi félagsins sé í samræmi við gildandi löggjöf og reglur hverju sinni og fylgja því eftir að starfsemi dótturfélaga sé með sama hætti.

Hluthafafundir

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum lögmætra hluthafafunda. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok júnímánaðar ár hvert og hluthafafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu kjörins endurskoðanda eða hluthafa, sem ráða að minnsta kosti 1/20 hlutafjár í félaginu. Krafa um hluthafafund skal gerð skriflega, fundarefni tilgreint og fundur þá boðaður innan lögmæts frests. Til hluthafafundar skal boða með birtingu auglýsingar í dagblaði eða með öðrum sambærilegum hætti. Aðalfund skal boða með minnst þriggja vikna og mest fjögurra vikna fyrirvara samkvæmt breytingum á hlutafélagalögum frá 19. desember 2009. Í fundarboði skal gerð grein fyrir fundarefni og þeim skjölum og tillögum sem lögð verða fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu.

Breytingar á samþykktum félagsins

Samþykktum félagsins má einungis breyta á löglegum hluthafafundi þess og skal þess rækilega getið í fundarboði að fyrir liggi tillaga um breytingar á samþykktum og í hverju hún felist í meginatriðum. Ákvörðun verður því aðeins gild að hún njóti minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða svo og samþykkis hluthafa sem ráða 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundum. Síðast voru gerðar breytingar á samþykktum Nýherja hf. á aðalfundi félagsins 18. febrúar 2011.

Endurskoðendur

Endurskoðendur félagsins eru kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Á aðalfundi 2015 var KPMG ehf. kjörinn endurskoðandi félagsins og er KPMG ehf. einnig endurskoðandi allra dótturfélaga félagsins á Íslandi. KPMG annast endurskoðun á dótturfélögum í Svíþjóð.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Nýherji er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum samkvæmt mati Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands, að undangenginni ítarlegri úttekt Capacent á haustmánuðum 2014.

10 stærstu hluthafar
nýherja 31. 12. 2015

383 hluthafar

Hluthafar tafla mobile